Ársskýrsla Landsvirkjunar
2014

Spila myndskeið
Section
Segment

Besta afkoma í sögu fyrirtækisins

Eftir hálfa öld í rekstri byggir Landsvirkjun á traustum grunni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði jókst um 20% frá fyrra ári og hefur ekki verið meiri áður. Í dag stöndum við frammi fyrir aukinni eftirspurn eftir íslenskri raforku og um leið einstökum tækifærum til frekari framfara og verðmætasköpunar.

Segment
Segment

Sterk fjárhagsstaða

Hagnaður ársins var 78,4 milljónir USD (10,2 ma.kr.) en árið áður var tap 38,5 milljónir USD (5,0 ma.kr.). Handbært fé frá rekstri nam 234 m. USD. Gott sjóðsstreymi gerir okkur kleift að halda áfram niðurgreiðslu skulda sem styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins enn frekar.

Segment

Rekstrartekjur

USD 438m 3,6%

Ebitda

USD 332m 0,9%

Handbært fé frá rekstri

USD 234m -9,5%

Frjálst sjóðsstreymi

USD 216m -13,0%

Hagnaður f. óinnleysta fjármagnsliði

USD 147m 20,5%

Nettó skuldir

USD 2.190m -9,8%

Eiginfjárhlutfall

39,9% 3,6%

Selt magn

GWst 13.082 -0,8%

Með aukinni fjármunamyndun og lægri skuldsetningu munu tækifæri til arðgreiðslna aukast verulega

Hörður Arnarson, forstjóri

Spila ávarp
Segment

Okkar hlutverk og framtíðarsýn

Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og viljum vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku.

Section
Segment

Góður rekstur í
erfiðu vatnsári

Landsvirkjun starfrækir fjórtán vatnsaflsstöðvar, tvær jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Orkuvinnslan gekk vel á árinu þrátt fyrir erfiða stöðu í vatnsbúskap fyrirtækisins.

Segment

12.807 GWst

Landsvirkjun vann 12.807 GWst af raforku á árinu. Afhent magn var 13.085 GWst en það er lækkun um 22 GWst frá árinu 2013, sem var metár Landsvirkjunar í raforkusölu.


Heildarorkuvinnsla

2014

GWst12.8070,2%
  • Vatnsafl: 12.316,6G GWst
  • Jarðvarmi: 483,7 GWst
  • Vindafl:6,7 GWst
Segment

Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Úrkomu og leysingavatni af jöklum landsins er safnað í uppistöðulón, sem flest eru á hálendinu. Lónin eru vatnsmest síðsumars og eru góð geymsla fyrir raforku.

Búðarháls 2014

MW 95 GWst 585
Segment

Búðarhálsstöð

VATNSAFLSSTÖÐ

Nýjasta aflstöð Íslendinga, Búðarhálsstöð, var gangsett 7. mars 2014. Stöðin er fjórtánda vatnsaflsstöðin sem Landsvirkjun tekur í rekstur og nýtir 40 metra fall frá Hrauneyjafossi að Sultartanga. Með nýrri stöð hefur orkuvinnslugeta Landsvirkjunar aukist um 585 GWst á ári.

Segment

4.864 GWst á lager

Vatnsforði Landsvirkjunar getur mest orðið jafngildi 5.150 GWst af raforku. Árið 2014 var óvenjuþurrt og náðu miðlanir hæst 4.864 GWst í byrjun október árið 2014.

Segment
Segment

Orkuvinnslukerfið á Íslandi er lokað kerfi og afhendingargeta þess miðast við þurr ár. Því þarf að tryggja að vatnsforðinn sé að jafnaði um 10% meiri en orkuvinnslan. Í meðalári renna því um 10% af vatnsforða miðlunarlónanna fram hjá virkjunum og nýtast ekki til orkuvinnslu. Stjórnun raforkuvinnslu vatnsaflsvirkjana felst í að stýra innrennsli vatns úr inntakslónum inn í virkjanir og hámarka þannig vatnsnýtinguna.

Section
Segment

Nýir viðskiptavinir og aukin eftirspurn

Landsvirkjun undirritaði samninga við tvo nýja viðskiptavini í kísilmálmiðnaði á árinu, United Silicon og PCC. Áætlað er að fyrirtækin hefji rekstur á næstu tveimur árum og þurfi samtals í kringum 90 MW af raforku á ári.

Segment
Segment

Spár benda til að á næstu árum muni eftirspurn eftir íslenskri raforku vaxa enn frekar. Landsvirkjun flytur út yfir 80% af orkuvinnslu sinni í formi áls, kísiljárns og með þjónustu til gagnavera. Fyrirsjáanlegt er að aukin eftirspurn og hærra raforkuverð gætu haft jákvæð áhrif á íslenskt samfélag á sama máta og þegar aðrar verðmætar útflutningsvörur hækka í verði. Til að mæta aukinni eftirspurn er Landsvirkjun með til skoðunar fjölbreytta virkjunarkosti sem gætu aukið orkuvinnslugetu 

Section
Segment

Framkvæmdir hafnar á Þeistareykjum

Landsvirkjun er með þó nokkra virkjunarkosti til rannsókna víðsvegar um landið. Ný Þeistareykjavirkjun er sá virkjunarkostur sem er kominn hvað lengst í ferli hjá Landsvirkjun. Við allan undirbúning hefur sjálfbær nýting verið höfð að leiðarljósi en fyrsta skrefið er að byggja þar 45 MW virkjun með mögulegri stækkun í 90 MW í öðrum áfanga. 

Þeistareykir

MW 200 GWst 1.476
Segment

Þeistareykir

JARÐVARMASTÖÐ

Með aflprófunum á vinnsluholum á Þeistareykjum eru holurnar látnar blása á fullum afköstum til að líkja eftir rekstri 45 MW virkjunar. Markmiðið er að kanna hvort og þá hvernig rekstur jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum myndi hafa áhrif á jarðhitageyminn. Aflprófanir eru liður í að sannreyna sjálfbærni jarðhitasvæðisins.

Segment

Áætluð orkuvinnsla 200 MW

Áætlanir gera ráð fyrir allt að 200 MW orkuvinnslu í fullbyggðri Þeistareykjavirkjun. Á árinu fóru fram umfangsmiklar undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykjum. Framkvæmdir tóku mið af sérstöðu svæðisins og var mikið lagt upp úr því að vinna í sátt við umhverfi og samfélag.