Segment

Markaðs- og viðskiptaþróunarsvið leiðir sókn Landsvirkjunar inn á nýja markaði auk þess að hlúa að núverandi viðskiptavinum. Hlutverk sviðsins er að hámarka tekjur Landsvirkjunar til langs tíma. Ný viðskiptatækifæri gera fyrirtækinu kleift að breikka hóp viðskiptavina sinna með það að markmiði að auka verðmætasköpun og minnka rekstraráhættu Landsvirkjunar í framtíðinni.

Section
Segment

Skýr skilaboð í alþjóðlegu markaðsstarfi

Landsvirkjun kappkostar að bjóða núverandi og framtíðarviðskiptavinum sínum samkeppnishæfustu kjör í Evrópu í gegnum raforkusölusamninga til langs tíma. Stýranleiki endurnýjanlegrar raforkuvinnslu Landsvirkjunar veitir fyrirtækinu mikilvægt forskot á erlenda samkeppnisaðila sem almennt eru háðari duttlungum vinds og sólar og síbreytilegum aðstæðum á eldsneytismörkuðum. Raforkusölusamningar til langs tíma gera viðskiptavinum Landsvirkjunar kleift að minnka áhættu auk þess sem raforkuframleiðsla úr 100% endurnýjanlegum orkugjöfum hefur sífellt meira vægi hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.

Landsvirkjun býður áhugasömum viðskiptavinum orkusamninga undir kjörorðunum „Orka til framtíðar“. Með því er átt við samninga á markaðsforsendum þar sem lögð er áhersla á eftirfarandi þætti:

  • Samkeppnishæfasta orkuverð í Evrópu

  • 100% endurnýjanleg orka

  • Áreiðanlegir orkusamningar til langs tíma

Segment

Aukin eftirspurn

Eftirspurn eftir raforku á Íslandi fer vaxandi og framtíðarspár benda til að á næstu árum muni hún aukast enn frekar. Yfir 80% af þeirri orku sem Landsvirkjun vinnur er í raun flutt úr landi, t.d. í formi áls, kísiljárns og með þjónustu gagnavera sem knúin eru rafmagni. Hærra raforkuverð hefur jákvæð áhrif á íslenskt samfélag á sama máta og þegar aðrar verðmætar útflutningsvörur, eins og sjávarafurðir, hækka í verði. Arðgreiðslugeta Landsvirkjunar til þjóðarbúsins hækkar samhliða verðhækkunum á raforku.

Section
Segment
Segment

Til þess að mæta væntanlegri aukningu í eftirspurn er Landsvirkjun með til skoðunar fjölmarga virkjunarkosti sem gætu aukið við orkuvinnslugetu fyrirtækisins.

Section
Segment

Framtíðartækifæri í orkufrekum iðnaði

Rekja má aukna eftirspurn eftir raforku á heimsvísu til batnandi efnahagsástands á mörgum mörkuðum. Það hefur kallað á fjárfestingar í nýjum verksmiðjum og framleiðslutækjum til þess að mæta þörfum neytenda.

Section
Segment
Segment

Aukinheldur hefur krafan um að takast á við aukna losun gróðurhúsalofttegunda og þörf á orkuöryggi til frambúðar beint kastljósinu að endurnýjanlegum orkugjöfum. Breytt umhverfi hefur gert það að verkum að aðstæður á Íslandi eru orðnar ákjósanlegar fyrir ýmiss konar iðnað og hefur Landsvirkjun unnið að því að kynna Ísland sem hentuga staðsetningu fyrir alþjóðlega orkufreka starfsemi.

Segment

Ný sóknarfæri

Gagnaversiðnaðurinn er ein þeirra atvinnugreina sem hafa sýnt Íslandi aukin áhuga. Heimurinn verður sífellt tæknivæddari og ekki sér fyrir endann á hröðum vexti gagnaversiðnaðarins. Landsvirkjun hefur lagt áherslu á að fjölga gagnaverum hér á landi og styðja við stækkun iðnaðarins. Á árinu hélt Landsvirkjun áfram með sérstakt markaðsátak sem miðar að því að fjölga viðskiptavinum í greininni.

Segment

Nýr iðnaður á Íslandi

Ísland hefur marga kosti að bjóða þegar kemur að rekstri gagnavera. Má þar nefna endurnýjanlega orku, öruggt raforkuflutningskerfi og kalt loftslag sem sparar háar upphæðir í kælikostnaði.

Section
Segment

Nýir viðskiptavinir í kísilmálmiðnaði

United Silicon er nýtt félag sem var stofnað af hópi aðila í evrópskum kísilmálmiðnaði. Félagið áformar að hefja rekstur kísilmálmverksmiðju í Helguvík á Reykjanesi. Þann 19. mars 2014 undirritaði Landsvirkjun 35 MW raforkusamning með fyrirvörum við United Silicon. Þann 17. júlí 2014 höfðu allir fyrirvarar raforkusamningsins verið uppfylltir og tilkynnt að United Silicon stefndi að því að hefja rekstur á fyrri helmingi ársins 2016.

Framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar í Helguvík hófust sumarið 2014 og er áætlað að framleiðslugeta kísilmálmverksmiðjunnar verði um 20.000 tonn á ári þegar rekstur hefst. United Silicon stefnir að frekari stækkun verksmiðjunnar og hefur tryggt sér leyfi fyrir framleiðslu á allt að 100.000 tonnum á ári.

Þýska fyrirtækið PCC áformar að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík með 32 þúsund tonna framleiðslugetu. Áætlað er að verksmiðjan taki til starfa árið 2017. Þann 17. mars 2014 undirritaði Landsvirkjun samning við fyrirtækið um raforkusölu til verksmiðjunnar upp á 58 MW af afli og yfir 400 GWst af raforku á ári. Vonir standa til að allir fyrirvarar í samningnum verði uppfylltir á árinu 2015.

Í árslok 2014 tilkynnti Eftirlitsstofnun EFTA að hafin væri athugun á því hvort ríkisaðstoð væri fólgin í raforkusamningi Landsvirkjunar og PCC en gert er ráð fyrir að þeirri athugun ljúki á árinu 2015. Hlutverk ESA er meðal annars að fylgjast með stóriðjusamningum sem eru gerðir við fyrirtæki í opinberri eigu með það að markmiði að tryggja jafna samkeppni á evrópskum raforkumarkaði.

Árið 2014 undirritaði Landsvirkjun samninga við tvo nýja viðskiptavini í kísilmálmiðnaði, United Silicon hf. og PCC.

Landsvirkjun gerði aukinheldur viljayfirlýsingar um helstu atriði raforkusölusamninga við nokkur fyrirtæki á árinu 2014. Stefnt er að því að klára þá samninga á árinu 2015 eftir því sem tækifæri og aðstæður leyfa. Landsvirkjun hefur einnig átt í viðræðum við fjölda annarra fyrirtækja sem verður fylgt eftir á komandi misserum. Alþjóðlegt efnahagsástand var betra á árinu 2014 en síðustu ár og fjölmörg fyrirtæki eru viljugri en áður að sækja fram. Spurn eftir raforkusamningum Landsvirkjunar er orðin meiri en framboð raforku og ljóst að á næstu árum mun Landsvirkjun standa frammi fyrir fjölmörgum tækifærum til aukinnar raforkusölu.

Section
Segment

Endurskoðun samnings við Rio Tinto Alcan á Íslandi

Á árinu 2014 sömdu Landsvirkjun og Rio Tinto Alcan á Íslandi um breytingu á samningsbundinni orkuafhendingu sem endurspeglar betur orkuþörf álversins í Straumsvík. Forsögu málsins má rekja aftur til ársins 2010 en þá gerðu Landsvirkjun og Rio Tinto Alcan með sér raforkusamning sem nær til ársins 2036. Til að afla þeirrar raforku sem um var samið réðst Landsvirkjun í að reisa Búðarhálsvirkjun og Rio Tinto Alcan réðst í það verkefni að auka framleiðslu álversins og hefja framleiðslu á verðmætari afurðum. Sú framleiðsluaukning sem stefnt var að náðist ekki að fullu og álverið gat því ekki tekið við allri þeirri orku sem um hafði verið samið árið 2010.

Nýtt samkomulag Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan felur í sér þrennt:

  • Raforkumagn í samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan er minnkað sem nemur 35 MW.

  • Rio Tinto Alcan hefur í nokkur ár möguleika á að endurheimta afl upp að því marki að aflnotkun álversins verði allt að 422 MW.

  • Rio Tinto Alcan greiðir Landsvirkjun 17 milljónir Bandaríkjadollara vegna kostnaðar Landsvirkjunar sem fólst í því að fyrirtækið reisti Búðarhálsvirkjun fyrr en þörf krafði.

Breytingar á samningnum eru báðum aðilum til hagsbóta. Landsvirkjun öðlast aukna möguleika á raforkusölu og á sama tíma er möguleikum Rio Tinto Alcan til áframhaldandi vaxtar viðhaldið.

Segment

Aukin eftirspurn á heildsölumarkaði

Árið 2005 gerði Landsvirkjun orkukaupasamninga við heildsöluviðskiptavini sem gilda eiga í 12 ár. Samningarnir munu renna út í lok árs 2016. Á árinu 2014 vann Landsvirkjun að því að endurskoða og þróa nýtt form samninga og kynna endurbættar útfærslur fyrir viðskiptavinum. Fyrstu endurbæturnar munu taka gildi árið 2015.

Nýjar iðngreinar skapa aukna eftirspurn á íslenskum raforkumarkaði.

Aukin eftirspurn var eftir rafmagni á heildsölumarkaði 2014. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til aukins fjölda gagnavera sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi auk þess sem fiskimjölsbræðslur hafa í auknum mæli verið rafvæddar á undanförnum árum.

Segment

Skerðingar á raforkuafhendingu

Raforkuvinnsla Landsvirkjunar grundvallast á veðurfari á landinu sem er breytilegt frá ári til árs og voru horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar allt frá haustinu 2013 og fram á árið 2014 lakari en mörg undanfarin ár. Sökum þessa nýtti Landsvirkjun sér samningsbundin skerðingarákvæði í samningum við orkukaupendur sem orsakaði að raforkusala fyrirtækisins dróst saman um 290 GWst samanborið við fyrri áætlanir. Nánari upplýsingar um skerðingar eru í kaflanum Orkuvinnsla 2014 og ítarleg umfjöllun um orkuöflun í lokuðu vatnsaflskerfi eru í kaflanum Hvað eigum við mikið af vatni?

Section
Segment

Tenging raforkukerfisins við Evrópu

Árið 2014 var lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands eitt þeirra verkefna sem komst inn á tíu ára áætlun (Ten Year Network Development Plan) ENTSO-E, samtaka raforkuflutningsfyrirtækja í Evrópu. Einnig var verkefnið valið eitt af 100 áhugaverðustu innviðaverkefnum í heiminum af alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækinu KPMG.

Lagning sæstrengs til Bretlands myndi opna á tækifæri til að nýta betur þau miklu verðmæti sem felast í stýranlegri orkuvinnslu sem erfitt er að nýta í einangruðu raforkukerfi eins og því íslenska. Orkuverð í Bretlandi sveiflast nær í rauntíma og er því til dæmis hærra á daginn en á næturna sem og á ákveðnum álagspunktum. Sæstrengur gefur þannig möguleika á að auka framleiðslu og selja orku þegar þörf er mikil og verð hærra. Að sama skapi er mögulegt að draga úr framleiðslu og kaupa orku frá Bretlandi þegar verð sveiflast niður. Sæstrengur myndi þannig bæta nýtingu auðlinda landsins, treysta orkuöryggi og draga úr rekstraráhættu orkuvinnsluaðila. Gerðar hafa verið fjölda rannsókna um lagningu sæstrengs og ávinning þess en rannsóknarskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2013 benti þannig á að sæstrengur myndi gera beinan útflutning á raforku mögulegan og skapa um leið fjárhagslegan ávinning fyrir íslenskt samfélag.

Ítarlegri umfjöllun um tengingu íslenska raforkukerfisins við Bretland er að finna í kaflanum Sæstrengur.

Segment

Upprunaábyrgðir og græn skírteini

Á árinu 2014 var lögð áhersla á að tryggja aðgengi íslenskra upprunaábyrgða að erlendum mörkuðum. Markaðsverð á upprunaábyrgðum frá Norðurlöndum hélt áfram að falla nokkuð jafnt yfir árið þrátt fyrir aukna eftirspurn. Ástæðu verðlækkunar má rekja til aukinnar samkeppni á framboðshlið frá löndum sem á árinu fengu inngöngu á markaðinn. Sem svar við þessu hefur Landsvirkjun lagt áherslu á að þróa nýjar vörur sem undirstrika gæði raforkuvinnslu fyrirtækisins og eru almennt hærra verðlagðar.

Á árinu tók Landsvirkjun virkan þátt í alþjóðlegri þróun á GHG Protocol. GHG Protocol er leiðarvísir fyrir fyrirtæki sem starfa í alþjóðlegu markaðsumhverfi og vilja gera grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda af völdum aðkeyptrar raforku.