Stjórn Landsvirkjunar
Landsvirkjun er stærsta orkufyrirtæki landsins, í eigu íslensku þjóðarinnar og á forræði fjármálaráðuneytisins. Stjórn er skipuð af fjármálaráðherra til eins árs í senn og ber hún ábyrgð á fjármálum og rekstri Landsvirkjunar.
Stjórn Landsvirkjunar var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 2. apríl 2014. Á fyrsta fundi stjórnar var Jónas Þór Guðmundsson kjörinn formaður stjórnar og Jón Björn Hákonarson varaformaður.





Stjórn Landsvirkjunar
-
Jónas Þór Guðmundssonhæstaréttarlögmaður
-
Jón Björn Hákonarsonforseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
-
Álfheiður Ingadóttirlíffræðingur
-
Helgi Jóhannessonhæstaréttarlögmaður
-
Þórunn Sveinbjarnardóttirframkvæmdastýra Samfylkingarinnar
Varamenn í stjórn Landsvirkjunar
-
Páley Borgþórsdóttirhéraðsdómslögmaður
-
Teitur Björn Einarssonhéraðsdómslögmaður
-
Ásta Björg Pálmadóttirsveitarstjóri
-
Skúli Helgasonstjórnmálafræðingur
-
Steinþór Heiðarssonbóndi
Framkvæmdastjórn Landsvirkjunar
Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra og fara stjórn og forstjóri með stjórn fyrirtækisins. Aðstoðarforstjóri annast sameiginleg málefni fyrirtækisins og stefnumótun, svo og að tryggja vandaða stjórnarhætti. Framkvæmdastjórar í árslok voru fimm.

Forstjóri Landsvirkjunar
Hörður Arnarson, rafmagnsverkfræðingur, er forstjóri Landsvirkjunar. Hörður lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám við DTU í Danmörku og lauk doktorsprófi árið 1990. Hörður starfaði hjá Marel frá árinu 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár frá 1999 til 2009.

Skrifstofa forstjóra
Hlutverk
Að annast sameiginleg málefni fyrirtækisins og stefnumótun, svo og að tryggja vandaða stjórnarhætti. Á skrifstofu forstjóra eru staðsett stoðsvið sem annast úrvinnslu sameiginlegra mála Landsvirkjunar.

Orkusvið
Hlutverk
Að stunda skilvirka orkuvinnslu og að hámarka afköst vinnslukerfis Landsvirkjunar. Sviðinu ber að tryggja að raforkuvinnsla og afhending uppfylli gerða samninga við viðskiptavini Landsvirkjunar.

Markaðs- og viðskiptaþróunarsvið
Hlutverk
Að hámarka tekjur Landsvirkjunar með greiningu nýrra viðskiptatækifæra, vöruþróun, kynningu og sölu á vörum og þjónustu, gerð samninga og eftirfylgni þeirra.

Þróunarsvið
Hlutverk
Undirbúningur nýrra virkjunarkosta, ýmsar rannsóknir og eftirlit vegna virkjana í rekstri. Tryggja hagkvæma útfærslu á virkjunarkostum, auka sveigjanleika í orkuvinnslu, sjá um nýsköpun í orkuvinnslu og hafa langtímayfirsýn yfir orkuforða.

Framkvæmdasvið
Hlutverk
Að stýra virkjunarframkvæmdum Landsvirkjunar frá undirbúningi að fullbúinni virkjun. Vaktar kostnað, gæði og framvindu verks og tryggir að framkvæmdinni sé skilað tilbúinni til rekstrar í samræmi við forsendur, áætlanir og þarfir fyrirtækisins.

Fjármálasvið
Hlutverk
Að skapa grundvöll fyrir hagkvæmni í rekstri og stuðla að hámarksárangri hjá öllum einingum Landsvirkjunarsamstæðunnar.
Skipurit
