Segment

Búðarhálsstöð, nýjasta aflstöð Íslendinga, var gangsett 7. mars 2014. Stöðin er staðsett á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og nýtir um 40 metra fall í Tungnaá frá frávatni Hrauneyjafossstöðvar að Sultartangalóni. Uppsett afl stöðvarinnar er 95 MW og árleg orkuvinnslugeta er áætluð 585 GWst. Búðarhálsstöð er 8. aflstöðin sem Landsvirkjun byggir og tekur í rekstur. Með tilkomu hennar á Landsvirkjun alls 14 vatnsaflsstöðvar.

Section
Segment

Nýjasta aflstöð Íslendinga

Búðarhálsstöð var formlega gangsett af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þann 7. mars 2014. Stöðin er sjötta vatnsaflsstöðin sem tekin er í rekstur á  Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en að auki eru tvær vindmyllur á svæðinu. Heildarfjöldi vatnsaflsvéla á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu er nú 18, með samtals 967 MW uppsett afl.

Segment

Gangsetning Búðarhálsstöðvar

Búðarhálsstöð, nýjasta aflstöð Íslendinga, var gangsett af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við formlega gangsetningarathöfn þann 7. mars 2014. 

Section
Segment

Árið 2014 vann Búðarhálsstöð 518 GWst af orku. Árleg orkuvinnslugeta er um 585 GWst.

Tekið við rekstri nýrrar stöðvar

Engin vatnsaflsstöð er eins. Hverri og einni fylgir nýr búnaður sem starfsmenn þurfa að læra og kunna skil á. Þjálfun starfsmanna í Búðarhálsstöð fór fram með námskeiðum á vegum Voith Hydro sem eru framleiðendur á búnaði stöðvarinnar. Einnig tóku nokkrir starfsmenn á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þátt í eftirliti með uppsetningu búnaðar frá fyrsta degi. Rétt þjálfun tryggir að starfsmenn geti brugðist hratt og rétt við ef bilun eða truflun verður á rekstri stöðvarinnar. Þannig má koma í veg fyrir að notendur raforkunnar verði fyrir óþægindum eða tjóni.

Allur raf- og vélbúnaður í Búðarhálsstöð hefur reynst vel frá fyrstu dögum rekstrar og hafa gæði og rekstraröryggi búnaðar verið í fullu samræmi við kröfur Landsvirkjunar. Framkvæma þurfti minniháttar lagfæringar á stýrilegum véla eftir að þær hófu framleiðslu. Að öðru leyti hafa vélar og búnaður stöðvarinnar starfað hnökralaust. Orkuvinnsla stöðvarinnar á árinu var 518 GWst, en árleg orkuvinnslugeta er um 585 GWst.

Segment

Kaplan-hverfill

Þversnið

Í Búðarhálsstöð eru tveir Kaplan-hverflar. Slíkir hverflar eru notaðir við lága fallhæð með miklu vatnsstreymi. Vatnshjól Kaplan-hverfla líkjast skipsskrúfu og hægt er að breyta skurði blaðanna til þess að stýra afli og nýtni hverfilsins.

Section
Segment

Tilhögun virkjunar

Búðarhálsstöð nýtir um 40 metra fall í Tungnaá frá frávatni Hrauneyjafossstöðvar að Sultartangalóni. Uppsett afl stöðvarinnar er 95 MW.

Við Búðarhálsvirkjun voru byggðar tvær jarðvegsstíflur austan við Búðarháls, skammt ofan við ármót Köldukvíslar og Tungnaár. Önnur stíflan þverar farveg Köldukvíslar og hin frávatn Hrauneyjafossstöðvar. Stíflurnar eru báðar um 25 metra háar þar sem þær eru hæstar og samanlögð lengd þeirra um 1.400 metrar.

Stíflurnar mynda inntakslón Búðarhálsvirkjunar, Sporðöldulón. Stærð þess er um 7 km². Um 4 km löng aðrennslisgöng leiða vatnið frá Sporðöldulóni til vesturs undir Búðarháls að jöfnunarþró og inntaki ofan við stöðvarhúsið. Tvær fallpípur úr stáli flytja vatnið frá inntaki að hverflum stöðvarinnar. Stöðvarhúsið stendur við Sultartangalón og er að hluta grafið inn í vesturhlíð Búðarháls. Vélasamstæðurnar eru tvær og er hvor þeirra tæplega 48 MW.

Segment
Búðarhálsstöð

Búðarhálsvirkjun er á vatnasviði Þjórs- og Tungnaár en á því starfssvæði eru sex vatnsaflsstöðvar. Vatni til miðlunar er safnað í uppistöðulónin Þórisvatn, Hágöngulón og Kvíslaveitu. Að auki eru minni miðlunarmannvirki við hverja virkjun á svæðinu. Inntakslón Búðarhálsvirkjunar, Sporðöldulón, er um 7 km² en um 4 kílómetra long göng leiða vatnið frá lóninu og að stöðvarhúsinu.

Section
Segment

Yfirlit framkvæmda

Framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun lauk að mestu á síðasta ársfjórðungi 2013 fyrir utan frágangsvinnu og tiltekt á athafnasvæðum verktaka við stöðvarhús og stíflu. Vegna tíðarfars beið tiltekt og flutningur á aðstöðu verktaka utanhúss fram á vor 2014 og því verki var síðan lokið um sumarið.

Verktíminn við Búðarhálsvirkjun var rúm þrjú ár eða um 40 mánuðir.

Framkvæmdir hófust í október 2010. Jarðfræðilegar aðstæður í Búðarhálsi voru krefjandi og tafði það gangagerðina um 2 til 3 mánuði. Að öðru leyti gengu framkvæmdir vel, öryggismál voru til fyrirmyndar og kostnaðaráætlanir stóðust með ágætum.

Vél 1 fór í 28 daga reynslurekstur 11. janúar 2014 og vél 2 fór í reynslurekstur 8. febrúar. Vélar stöðvarinnar hafa verið nær óslitið í rekstri frá því reynslurekstur þeirra hófst.

Sumarið 2015 verður unnið að lokafrágangi utanhúss ásamt klæðningu aðkomuvega og plana umhverfis helstu mannvirki stöðvarinnar. Áætlað er að umhverfi virkjunarinnar verði að fullu frágengið haustið 2015.