Segment

Árið 2014 var Landsvirkjun með um tuttugu virkjunarkosti í greiningu og rannsóknum víðs vegar um landið. Í rammaáætlun um verndar- og orkunýtingu landsvæða eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Gert er ráð fyrir að rammaáætlun verði uppfærð á fjögurra ára fresti hið minnsta.

Section
Segment

Ferli rammaáætlunar

Rammaáætlun er áætlun um vernd og nýtingu landsvæða. Hún nær yfir helstu orkulindir landsins og í meðferð hennar á að taka tillit til ólíkra hagsmuna á breiðum grundvelli. Í rammaáætlun eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk á grundvelli vinnu faghópa skipuðum sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum vísinda.

Segment
Orkustofnun Vinnur úr beiðnum um virkjunarkosti með rökstuddum hætti og leggur fyrir verkefnisstjórn - getur sent inn kosti að eigin frumkvæði Verkefnisstjórn rammaáætlunar Vinnur ráðgefandi tillögu að flokkun virkjunarkosta og afmörkun virkjunar- og verndarsvæða Ráðherra umhverfis- og auðlindamála Vinnur þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða Alþingi Fjallar um tillögu ráðherra og afgreiðir þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða Beiðnir um nýja, breytta og endurskoðaða orkukosti má senda til Orkustofnunar á fjögurra ára fresti Endurskoðun virkjunar- kosta og þróun nýrra kosta Bið Orkunýting Vernd Mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda Friðlýsingarferli Virkjunar- eða nýtingarleyfi ekki veitt Landsvæði ekki friðlýst Landsvæði friðlýst Virkjunar- eða nýtingarleyfi veitt
Segment

Annar áfangi rammaáætlunar

Þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun) var samþykkt á Alþingi í janúar 2013. Af þeim vatnsaflskostum sem Landsvirkjun lagði fram fyrir rammaáætlun röðuðust eingöngu smávirkjanir á veituleið Blönduvirkjunar í orkunýtingarflokk. Í biðflokk röðuðust virkjunarkostir í Jökulsám í Skagafirði, í Skjálfandafljóti, í neðri hluta Þjórsár og Skrokkölduvirkjun á veituleið Köldukvíslar milli Hágöngulóns og Kvíslaveitu. Einnig röðuðust í biðflokk tvær útfærslur af virkjun Hólmsár sem Landsvirkjun vinnur að í samvinnu við Orkusöluna. Í verndarflokk röðuðust Norðlingaölduveita og Tungnaárlón auk Bjallavirkjunar. Af jarðvarmakostum Landsvirkjunar röðuðust virkjanir í Bjarnarflagi, á Kröflusvæðinu og á Þeistareykjum í orkunýtingarflokk. Hágönguvirkjun og Fremrinámum var raðað í biðflokk en Gjástykki í verndarflokk.

Segment

Þriðji áfangi rammaáætlunar

Ný verkefnisstjórn rammaáætlunar fékk það forgangsverkefni að ljúka við endurmat á virkjunarkostum er breytt var í meðförum ráðuneyta frá því að fyrri verkefnisstjórn lauk störfum eða þar sem ekki hafði verið litið til fyrirliggjandi gagna. Um er að ræða þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem færðar voru úr orkunýtingarflokki í biðflokk vegna óvissu um áhrif á laxfiska, vatnsaflsvirkjun við Skrokköldu og jarðvarmavirkjun við Hágöngur, sem færðar voru úr orkunýtingarflokki í biðflokk vegna óvissu um áhrif á jaðarsvæði (e. buffer zone) Vatnajökulsþjóðgarðs, virkjun Hólmsár við Atley og Hagavatnsvirkjun en sú síðastnefnda er ekki á forræði Landsvirkjunar. Verkefnisstjórn komst að þeirri niðurstöðu að eingöngu væri unnt að endurmeta virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár án þess að skipa nýja faghópa en það náðist ekki fyrir lok árs 2013. Í mars 2014 lagði verkefnisstjórn fram tillögu sem fól í sér að Hvammsvirkjun yrði færð í orkunýtingarflokk en að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun yrðu áfram í biðflokki. Búist er við afgreiðslu Alþingis á vorþingi 2015 þar um en óvíst er með hvaða hætti endurmat á hinum virkjunarkostunum muni verða háttað.

Verkefnisstjórn leggur til að Hvammsvirkjun verði raðað í orkunýtingarflokk. Búist er við afgreiðslu Alþingis á vorþingi 2015.

Í nóvember 2013 óskaði Orkustofnun eftir upplýsingum um þá virkjunarkosti sem orkufyrirtæki óskuðu eftir að metnir yrðu í þriðja áfanga rammaáætlunar. Landsvirkjun tilgreindi að fyrirtækið hyggðist leggja fram gögn um 24 virkjunarkosti. Þar af eru þrír nýir kostir, virkjun Stóru Laxár og tveir vindlundir, annars vegar á Hafinu norðan Búrfells og hins vegar á svæði nýrrar veituleiðar Blönduvirkjunar. Af þeim virkjunarkostum sem flokkaðir höfðu verið í verndarflokk tilgreindi Landsvirkjun að fyrirtækið hyggðist skoða nýjar útfærslur sem hefðu minni umhverfisáhrif fyrir fjóra þeirra; Norðlingaölduveitu, Bjallavirkjun, Tungnárlón og Gjástykki. Gögnum um framangreinda virkjunarkosti var skilað inn til Orkustofnunar í árslok 2014 og ársbyrjun 2015. Ítarlegri upplýsingar um ferli rammaáætlunar er að finna í umhverfisskýrslu Landsvirkjunar .

Segment

Virkjunarkostir Landsvirkjunar 2014

Bjallavirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
46 MW
Orkuvinnsla
340 GWst/ár

Bjarnarflag

Jarðvarmi

Uppsett afl
45-90 MW
Orkuvinnsla
369-738 GWst/ár

Blönduveita

Vatnsafl

Uppsett afl
31 MW
Orkuvinnsla
194 GWst/ár

Gjástykki

Jarðvarmi

Uppsett afl
135 MW
Orkuvinnsla
1.107 GWst/ár

Hágöngur

Jarðvarmi

Uppsett afl
135 MW
Orkuvinnsla
1.107 GWst/ár

Hólmsárvirkjun, Atley

Vatnsafl

Uppsett afl
65 MW
Orkuvinnsla
480 GWst/ár

Holtavirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
53 MW
Orkuvinnsla
415 GWst/ár

Hvammsvirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
82 MW
Orkuvinnsla
665 GWst/ár

Norðlingaölduveita

Vatnsafl

Uppsett afl
- MW
Orkuvinnsla
605 GWst/ár

Skatastaðavirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
156 MW
Orkuvinnsla
1.090 GWst/ár

Skrokkölduvirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
45 MW
Orkuvinnsla
345 GWst/ár

Stækkun Búrfellsvirkjunar

Vatnsafl

Uppsett afl
- MW
Orkuvinnsla
208 GWst/ár

Stækkun Kröfluvirkjunar

Jarðvarmi

Uppsett afl
35-45 MW
Orkuvinnsla
1.107 GWst/ár

Stóra Laxá

Vatnsafl

Uppsett afl
30-35 MW
Orkuvinnsla
180 GWst/ár

Þeistareykir

Jarðvarmi

Uppsett afl
90-180 MW
Orkuvinnsla
738-1.476 GWst/ár

Tungnaárlón

Vatnsafl

Uppsett afl
- MW
Orkuvinnsla
270 GWst/ár

Urriðafossvirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl
130 MW
Orkuvinnsla
980 GWst/ár