Segment

Landsvirkjun er með virkjunarkosti til rannsókna víðs vegar um landið sem eru misjafnlega langt komnir í undirbúnings- og leyfisferli. Ferlið felur í sér ítarlegar hagkvæmni- og umhverfisrannsóknir ásamt löngu skipulags- og leyfisferli þar sem stofnunum, hagsmunaaðilum og almenningi gefst færi á að koma með athugasemdir á ýmsum stigum verkefna. Við fyrstu athuganir á virkjunarhugmyndum skipta góðar upplýsingar miklu máli við að móta tilhögun einstakra virkjana og lágmarka umhverfisáhrif eins og kostur er.

Section
Segment

Næstu virkjunarkostir

Þeir virkjunarkostir sem eru komnir hvað lengst í undirbúningi hjá Landsvirkjun eru Þeistareykjavirkjun á Norðausturlandi, stækkun Búrfellsvirkjunar í Þjórsá og Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Ítarlegar upplýsingar um framkvæmdir við Þeistareyki er að finna í kaflanum Þeistareykjavirkjun. Ítarlegar upplýsingar um alla virkjunarkosti fyrirtækisins er að finna á vef Landsvirkjunar.

Segment

Stækkun Búrfellsvirkjunar

Með stækkun Búrfellsvirkjunar verður hámarkaður afrakstur af nýtingu rennslis Þjórsár við Búrfell. Í dag er nýting rennslisorku við núverandi Búrfellsstöð 86%. Það þýðir að um 410 GWst renna að jafnaði fram hjá stöðinni á ári hverju.

  • Fyrir_Eftir_Burfellsstod.jpg
    Búrfellsvirkjun er elst virkjana Landsvirkjunar og markaði bygging hennar stofnun Landsvirkjunar árið 1965. Þjórsá er virkjuð við Búrfell með með frárennslisgöngum úr Bjarnarlóni að stöðvarhúsinu sem stendur í Þjórsárdal. Búrfellsstöð er næsstærsta aflstöð Landsvirkjunar og framleiðir 270 MW af endurnýjanlegri orku.
  • Fyrir_Eftir_Burfellsstod2.jpg
    Við stækkun Búrfells er gert ráð fyrir að staðsetja nýja stöð neðanjarðar við Sámsstaðaklif. Önnur veitumannvirki fyrir stækkun stöðvarinnar, ásamt inntakslóni, eru hluti af núverandi Búrfellsvirkjun. Úr inntakslóni verður grafinn aðrennslisskurður að stöðvarinntaki og frárennsli fer um 2.100 m langan frárennslisskurð út í frárennsli frá núverandi virkjun.
Segment

Áformað er að uppsett afl nýrrar stöðvar verði 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orkugetu raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári. Kemur það til bæði vegna aukinnar nýtingar á rennsli og vegna minnkaðra falltapa í núverandi stöð þegar álag er fært af henni yfir á nýju stöðina.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar var að stækkun Búrfellsvirkjunar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi. Á árinu 2014 var unnið að verkfræðilegum undirbúningi framkvæmdarinnar. Í undirbúningnum felst verkhönnun og gerð hönnunarforsenda, áhættumats og virðisgreiningar. Fyrirhugað er að gangsetja stöðina á árinu 2018.

Segment

Helstu kennistærðir:

Virkjað fall

119,2m

Virkjað rennsli

92m3/s

Afl

100MW

Orkugeta

300Gwst/ári
Segment

Undirbúningur Hvammsvirkjunar

Biðflokkur

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi virkjana í Þjórsá neðan Búrfellsvirkjunar. Um er að ræða þrjá virkjunarkosti: Hvammsvirkjun er efsti kosturinn, fyrir neðan kæmi Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun sá neðsti.

Á árunum 2001–2003 var unnið að verkhönnun og mati á umhverfisáhrifum fyrir alla þrjá kostina. Skipulagsstofnun féllst á matið með nokkrum skilyrðum. Þar sem 10 ár eru nú liðin frá úrskurðinum þarf að rýna umhverfismatið og kanna hvort verulegar breytingar hafi orðið á forsendum þess.

Virkjunarkostir í neðri hluta Þjórsár voru flokkaðir í nýtingarflokk í fyrstu þingsályktunartillögu sem lögð var fyrir Alþingi vegna 2. áfanga rammaáætlunar, en voru síðar færðir í biðflokk. Í samræmi við tillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar liggur nú fyrir tillaga umhverfisráðherra á Alþingi um að færa Hvammsvirkjun aftur í nýtingarflokk og er sú tillaga til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Niðurstöðu er að vænta á vorþingi 2015.

  • Fyrir_Eftir_texti3.jpg
    Á vatnasviði Þjórs- og Tungnaár eru reknar fimm vatnsaflsstöðvar með samanlagt afl uppá 935 MW. Vatni til miðlunar er safnað í uppistöðulónin Þjórsárvatn, Hágöngulón og Kvíslarveitu auk minni miðlunarmannvirkja við hverja virkjun á svæðinu.
  • Fyrir_Eftir_texti4.jpg
    Fyrirhuguð Hvammsvirkjun myndi nýta fall Þjórsár rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey. Inntakslón Hvammsvirkjunar, Hagalón, myndast með stíflu yfir farveg Þjórsár. Stíflan verður um 450 m á lengd og um 16 m á hæð. Á vesturbakkanum afmarkast lónið að mestu leyti af Þjórsárdalsvegi sem verður endurbyggður að hluta.
Segment

Inntakslón Hvammsvirkjunar, Hagalón, er myndað með stíflu í Þjórsá ofan við Minnanúpshólma og stíflugörðum á austurbakka árinnar. Stöðvarhús er staðsett í landi Hvamms og verður aðeins efsti hluti þess sýnilegur. Frá inntaksmannvirkjum við Hagalón liggja tvær 270 metra langar þrýstivatnspípur að virkjuninni. Frá virkjun rennur vatnið fyrst um jarðgöng og síðan í opnum skurði samtals 3,3 km til Þjórsár neðan við Ölmóðsey.

Landsvirkjun hefur unnið að mótvægisaðgerðum til að lágmarka neikvæð áhrif á fiskistofna í Þjórsá verði af frekari virkjunum í ánni.

Við hönnun Hvammsvirkjunar er gert ráð fyrir laxastiga til að tryggja gengd laxa upp ána. Enn fremur er gert ráð fyrir seiðafleytu sem verður staðsett ofan inntaks virkjunar. Um hana verður efsta metra aðstreymandi vatns beint fram hjá virkjunarinntaki niður í farveg Þjórsár um sérstaka rennu. Seiðafleytan hindrar að niðurgönguseiði fari um vélar virkjunar og hljóti skaða af. Líkantilraunir sýna góða virkni fleytunnar.

Segment

Helstu kennistærðir:

Virkjað fall

32m

Virkjað rennsli

352m3/s

Afl

93MW

Orkugeta

735Gwh/ári
Segment

Hvammsvirkjun hefur verið tekin inn á staðfest aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra. Mesta röskun vegna virkjunarinnar verður á jörðinni Hvammi. Þar hefur verið unnið að fyrirkomulagi mannvirkja í samstarfi við eigendur jarðarinnar.

Vinna við endanlegar hönnunarforsendur er á lokastigi. Næstu skref framkvæmdarinnar verða háð niðurstöðu Alþingis um breytta flokkun virkjunarkostsins og svo ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort að endurskoða þurfi matsskýrslu mats á umhverfisáhrifum eða ekki.

Section
Segment

Aðrir virkjunarkostir í undirbúningi

Landsvirkjun er alls með til skoðunar um 20 virkjunarkosti víðs vegar um landið. Aðrir virkjunarkostir sem eru langt komnir í undirbúningi eru ný tilhögun á Bjarnarflagsvirkjun, stækkun Kröfluvirkjunar, Hólmsárvirkjun, smávirkjanir á veituleið Blönduvirkjunar og vindlundir ofan Búrfells.

Segment

Ný Bjarnarflagsvirkjun

Orkunýtingarflokkur

Í Bjarnarflagi er ein elsta nýtingarsaga háhitasvæðis á Íslandi og rannsóknir gefa til kynna að svæðið bjóði upp á mikla möguleika til aukinnar nýtingar jarðvarma með sjálfbærum hætti. Nú er horft til varfærinnar uppbyggingar Bjarnarflagsvirkjunar í tveimur aðskildum 45 MW áföngum, þar sem ákvörðun verður ekki tekin um seinni áfanga fyrr en að undangenginni reynslu af rekstri fyrri áfanga.

Section
Segment

Bjarnarflag í Mývatnssveit

Yfirlitsmynd

Niðurstöður rannsókna benda til að svæðið sé góður kostur til frekari nýtingar jarðhita. Enn fremur gefa niðurstöður jarðvarmamats til kynna að vinnsla fyrsta áfanga (45 MW virkjunar) sé sjálfbær og að svæðið geti staðið undir meira álagi.

Segment

Náttúrufar við Mývatn er sérstætt og því leggur Landsvirkjun mikla áherslu á að gæta fyllstu varúðar við allar framkvæmdir í nágrenni vatnsins. Á svæðinu hafa um áratugabil verið stundaðar ítarlegar umhverfisrannsóknir og vöktun í tengslum við núverandi rekstur Bjarnarflagsvirkjunar og vegna undirbúnings nýrrar virkjunar.

Með áfangaskiptri uppbyggingu Bjarnarflagsvirkjunar er áhætta af framkvæmdinni lágmörkuð. Það þýðir að reynsla af áfanga 1 verður rýnd áður en ákvörðun verður tekin um stækkun.

Segment

Endurskoðun á mati á umhverfisáhrifum

Vinna við undirbúning aukinnar vinnslu í Bjarnarflagi hófst árið 1992. Í febrúar árið 2004 úrskurðaði Skipulagsstofnun um umhverfismat þar sem fallist var á framkvæmdina. Síðan þá hefur verið unnið að undirbúningi virkjunar í samræmi við niðurstöður matsins og úrskurð Skipulagsstofnunar og er útboðshönnun lokið.

Árið 2014 voru liðin 10 ár frá því að úrskurður Skipulagsstofnunar lá fyrir. Í samræmi við ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum var óskað eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar um hvort endurskoða þurfi að hluta eða í heild matsskýrslu framkvæmdaraðila áður en leyfi til framkvæmda er veitt.

Landsvirkjun fékk óháðan aðila til að meta þörf á uppfærslu umhverfismatsins. Niðurstaðan var sú að ekki þætti ástæða til að framkvæma heildarendurskoðun á matsskýrslunni en bent var á að einn þáttur, smáskjálftavá, hefði verið vanreifaður.

Með ákvörðun dagsettri þann 7. nóvember síðastliðinn komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að endurskoða þurfi mat á umhverfisáhrifum fyrir 90 MW Bjarnarflagsvirkjun að verulegu leyti.

Landsvirkjun fékk óháðan aðila til að meta þörf á uppfærslu umhverfismatsins. Niðurstaðan var sú að ekki þætti ástæða til að framkvæma heildarendurskoðun á matsskýrslunni en bent var á að einn þáttur, smáskjálftavá, hefði verið vanreifaður.

Eftir ítarlega skoðun á ákvörðun Skipulagsstofnunar er það því mat Landsvirkjunar að ekki hafa orðið verulegar breytingar á forsendum virkjunarinnar og er það mat í samræmi við umsagnir fagstofnana. Slíkar forsendubreytingar eru lagaskilyrði fyrir endurskoðun.

Að mati Landsvirkjunar er ákvörðun Skipulagsstofnunar verulega íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun. Landsvirkjun hefur því ákveðið að bera ákvörðun Skipulagsstofnunar um endurskoðun matsskýrslu Bjarnarflagsvirkjunar undir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Ítarlegri upplýsingar um fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun, mat á umhverfisáhrifum og sögu svæðisins eru í Umhverfisskýrslu Landsvirkjunar .

Segment

Virkjanir á veituleið Blönduvirkjunar

Orkunýtingarflokkur

Mikilvægur áfangi náðist í undirbúningi þriggja smærri vatnsaflsvirkjana á veituleið Blönduvirkjunar þegar Skipulagsstofnun skilaði áliti á mati á umhverfisáhrifum þann 30. október. Í kjölfarið var lokið við verkhönnun og unnið að breytingu og kynningu á svæðisskipulagi miðhálendis vegna framkvæmdanna. Virkjanirnar þrjár bera vinnuheitin Kolkuvirkjun, Friðmundarvirkjun og Þramarvirkjun.

Segment

Vindlundir

Árið 2014 var unnið að verkhönnun og mati á umhverfisáhrifum vindlunda á Hafinu, um 34 km2 svæði norðan Búrfells. Vorið 2014 var lokið við matsáætlun og frummatsskýrslu og í framhaldi unnið að fjölda rannsókna. Má þar helst nefna umfangsmikla fuglarannsókn sem unnin var af íslenskum og dönskum sérfræðingum. Einnig voru könnuð áhrif vindmylla á ferðaþjónustu og nærsamfélag í samstarfi við Háskóla Íslands.

Segment

Hólmsárvirkjun

Biðflokkur

Á árinu var lokið við endurskoðun á frumhönnun Hólmsárvirkjunar. Hægt var á vinnu við mat á umhverfisáhrifum vegna óvissu um stöðu virkjunarkostsins í rammaáætlun. Haustið 2014 varð ljóst að verkefnisstjórn myndi ekki fjalla um Hólmsárvirkjun, þvert á skipunarbréf ráðherra. Gögn voru því send til Orkustofnunar vegna umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar.

Segment

Stækkun Kröfluvirkjunar

Orkunýtingarflokkur

Forsenda fyrir stækkun Kröfluvirkjunar er nýting á orkuríkum vökva úr dýpri hluta Kröflukerfisins. Sá vökvi er hins vegar heitari en annars staðar þekkist og í honum gastegundir sem geta valdið tæringu ofan í holum við vissar aðstæður. Nýting dýpri hluta Kröflukerfisins krefst því umtalsverðra rannsókna. Verkefnið Iceland Deep Drilling Project hefur stundað rannsóknir á IDDP-1 djúpborunarholunni frá árinu 2010. Unnið hefur verið að mati á forða djúpkerfisins og benda fyrstu niðurstöður til þess að þar megi finna meiri varma en áður hafi verið talið. Rannsóknum á svæðinu verður haldið áfram áður en frekari ákvarðanir verða teknar um næstu skref.